Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mikið tjón varð þegar þrjú stór snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði rétt fyrir miðnætti í gær. Ein stúlka lenti undir flóði á Flateyri en slapp án alvarlegra áverka.

Fjallað verður ítarlega um snjóflóðin og áhrif þeirra í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og meðal annars rætt við formann björgunarsveitarinnar á Flateyri sem segir leitarmenn hafa grátið af létti þegar stúlkan fannst á lífi.

Þá verður talað við fjármálaráðherra, sem segir að gera þurfi átak í uppbyggingu snjóflóðavarna, og við eiganda útgerðar, sem varð fyrir miklu tjóni í flóðinu.

Í kvöldfréttum förum við líka yfir það helsta í erlendum fréttum. Fréttir Stöðvar 2 eru í opinni dagskrá að vanda, á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×