Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Stúlkan sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri í fyrrakvöld segist hafa misst meðvitund í snjónum og man næst eftir sér liggjandi á sjúkrabörum. Hún og móðir hennar hlakka til að snúa aftur heim á Flateyri þar sem samfélagið er enn að ná áttum eftir snjóflóðin. Rætt verður við mæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en móðir stúlkunnar segir kraftaverk að hún sé á lífi.

Í fréttatímanum verðum við í beinni útsendingu frá Suðureyri og segjum nýjustu fréttir af stöðu mála í kjölfar snjóflóðanna sem féllu fyrir vestan á þriðjudagskvöldið.

Við fjöllum einnig um líkfundinn á Sólheimasandi í dag en talið er að fólkið sem fannst látið sé kínverskt par, rétt yfir tvítugt. Ekkert liggur fyrir um dánarorsök en vísbendingar eru um að þau kunni að hafa verið úti.

Þá greinum við einnig frá nýjustu vendingum í rússneskum stjórnmálum en þingið samþykkti skipun nýs forsætisráðherra í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stövar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×