Innlent

Níu handtekin eftir tvær árásir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tvö slösuðust í hópslagsmálum í Hafnarfirði.
Tvö slösuðust í hópslagsmálum í Hafnarfirði. Vísir/vilhelm

Tólf einstaklingar vörðu nóttinni í fangaklefa, þar af höfðu níu verið handtekin vegna tveggja líkamsárása.

Að sögn lögreglu brutust út slagsmál í Háaleitishverfi skömmu eftir miðnætti. Þar lék jafnframt grunur á að maður hafi ógnað öðrum með eggvopni. Lögreglumenn handtóku fjögur sem sögð eru hafa veist að einstaklingi sem líkast til nefbrotnaði í barsmíðunum og var fluttur á spítala. Hin handteknu eru sögð hafa verið í annarlegu ástandi og með fíkniefni í fórum sínum.

Klukkustund áður höfðu brotist út hópslagsmál í Hafnarfirði. Lögregla segist þar hafa handtekið fimm einstaklinga í annarlegu ástandi, eftir að hafa borist tilkynning um læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Eru þeir allir grunaðir um líkamsárás. Hópurinn var allur fluttur í fangaklefa með viðkomu á bráðadeild, þar sem tveir hinna handteknu hlutu aðhlynningu meina sinna.

Þá var einn handtekinn grunaður um þjófnað í Breiðholti og annar fyrir að hafa krotað á lögreglubifreið. Sá síðarnefndi er jafnframt sagður hafa haft fíkniefni í fórum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.