Lögreglustjórinn ekki vanhæfur í nágrannadeilumáli í Flóanum Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 14:21 Hreggviður Hermannsson segir lögregluembættið á Suðurlandi leggja sig í einelti. Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands. Þetta varð ljóst eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð dómstólsins um að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi væri vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Lögregluembættið gaf út ákæru á hendur Hreggviði í mars á síðasta ári fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Verjandi Hreggviðs fór fram á á vanhæfi lögreglustjórans á þeim grundvelli að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Sagði verjandi Hreggviðs að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Hafi áhugi embættisins á honum jaðrað við þráhyggju. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá árinu 2014. Í úrskurði Landsréttar er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Segir að ekki væru að finna nein gögn sem bæru með sér að fulltrúarnir væru vanhæfir til að annast rannsókn á málinu. Þá hefði mögulegt vanhæfi fulltrúa eitt og sér ekki áhrif á hæfi lögreglustjóra samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þá yrði ekki séð að fyrir hendi væru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar væru til að draga óhlutdrægni lögreglustjórans með réttu í efa,“ segir í úrskurðarorðum. Deilt um landspildu Umræddar deilur í Flóanum hafa oft ratað í fjölmiðla, en á síðasta ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987 og hafa ásakanir gegnið á víxl æ síðan. Flóahreppur Lögreglan Lögreglumál Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands. Þetta varð ljóst eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð dómstólsins um að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi væri vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Lögregluembættið gaf út ákæru á hendur Hreggviði í mars á síðasta ári fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Verjandi Hreggviðs fór fram á á vanhæfi lögreglustjórans á þeim grundvelli að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Sagði verjandi Hreggviðs að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Hafi áhugi embættisins á honum jaðrað við þráhyggju. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá árinu 2014. Í úrskurði Landsréttar er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Segir að ekki væru að finna nein gögn sem bæru með sér að fulltrúarnir væru vanhæfir til að annast rannsókn á málinu. Þá hefði mögulegt vanhæfi fulltrúa eitt og sér ekki áhrif á hæfi lögreglustjóra samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þá yrði ekki séð að fyrir hendi væru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar væru til að draga óhlutdrægni lögreglustjórans með réttu í efa,“ segir í úrskurðarorðum. Deilt um landspildu Umræddar deilur í Flóanum hafa oft ratað í fjölmiðla, en á síðasta ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987 og hafa ásakanir gegnið á víxl æ síðan.
Flóahreppur Lögreglan Lögreglumál Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30