Enski boltinn

Shearer ærðist af fögnuði þegar Newcastle skoraði sigurmarkið | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shearer í kunnuglegri stöðu.
Shearer í kunnuglegri stöðu. vísir/getty

Alan Shearer fagnaði eins og óður maður þegar Isaac Hayden skoraði sigurmark Newcastle United gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.Hayden skoraði eina mark leiksins þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.Gary Lineker, félagi Shearers í Match of the Day á BBC, birti myndband af viðbrögðum Shearers við markinu á Twitter. Það má sjá hér fyrir neðan.

Shearer er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle og í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.Hann var dýrasti leikmaður í heimi þegar Newcastle keypti hann frá Blackburn Rovers á 15 milljónir punda sumarið 1996. Shearer lék með Newcastle í tíu ár og skoraði alls 206 mörk fyrir félagið.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.