Innlent

Sex í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu

Andri Eysteinsson skrifar
Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu.
Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu. Vísir/Vilhelm

Sex manns voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sexmenningarnir voru handteknir á síðasta sólarhring í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar en ráðist var í húsleitir á höfuðborgarsvæðinu. Í leitunum var lagt hald á fíkniefni vopn og fjármuni.

Fimm hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. janúar en einn til 27. janúar. Eru þeir úrskuðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.