Innlent

Gera ráð fyrir metþátttöku í veganúar

Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Grænkerar hefja í dag veganúar, mánaðarátak til að kynna mat sem inniheldur ekki dýraafurðir.
Grænkerar hefja í dag veganúar, mánaðarátak til að kynna mat sem inniheldur ekki dýraafurðir. Skjáskot/Stöð2

Grænkerar hefja í dag veganúar, mánaðarátak til að kynna mat sem inniheldur ekki dýraafurðir. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Kynningarfundur fyrir veganúar er haldinn í Bíó Paradís í kvöld og í beinni útsendingu á Facebook.

Vala Árnadóttir varaformaður Grænkera sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir fundinn í kvöld að búist sé við metþátttöku í veganúar í ár. Hún sagði að síðasta árið hafi meðlimum Facebook hópsins Vegan Ísland fjölgað mikið.

„Við erum bara að fá fólk til þess að breyta hegðun sinni í einn mánuð og svo sér það bara hvernig til tekst,“ segir Benjamín Sigurbergsson formaður samtakanna.

„Í besta falli heldur það áfram, en bara með því að taka þetta upp í mánuð eru þau allavega búin að prófa þetta og þetta smitar alltaf út frá sér. Þetta verður kannski til þess að í það minnsta minnki þau neyslu dýraafurða.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.