Innlent

Helga verður ríkissáttasemjari um tíma

Samúel Karl Ólason skrifar
Helga Jónsdóttir.
Helga Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm

Helga Jónsdóttir hefur tekið við starfi ríkissáttasemjara þar til búið er að ráða í stöðuna. Bryndís Hlöðversdóttir sagði upp í haust og er að taka við starfi ráðuneytisstjóra. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 20. desember en Helga mun sinna starfinu á meðan unnið er úr umsóknum.



Þetta kemur fram á vef Ríkissáttasemjara en Ríkisútvarpið sagði fyrst frá.

Helga var áður forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á meðan úttekt á vinnustaðarmenningu fór þar fram árið 2018. Þá var hún einnig stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hún hefur verið borgarritari, ráðuneytisstjóri og bæjarstjóri, svo eitthvað sé nefnt.



Hún er þar að auki ein af tólf aðstoðarsáttasemjurum og var tilnefnd af Bryndísi í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×