Innlent

Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd sem maðurinn birti á Instagram. Myndin er birt með leyfi mannsins.
Mynd sem maðurinn birti á Instagram. Myndin er birt með leyfi mannsins. Instagram

Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.

Maðurinn var stunginn í átökum tveggja hópa, en átökin áttu sér stað í og fyrir utan heimahús í Reykjanesbæ. Hnífstungurnar sem maðurinn hlaut voru lífshættulegar og gekkst maðurinn undir aðgerð vegna þeirra. Hann er nú á batavegi, að því er fram kemur í fréttaflutningi Víkurfrétta.

Samkvæmt Fréttablaðinu stendur rannsókn á málinu nú yfir. Eins greina Víkurfréttir frá því að tveir mannanna sem tóku þátt í átökunum sem um ræðir hafi verið færðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni. Þeir sátu í varðhaldi í tvo sólarhringa, en var síðan sleppt.

Í Instagram-færslu sem maðurinn birti um helgina greinir hann frá því að fjarlægja hafi þurft úr honum miltað, auk þess sem hann missti um fjóra og hálfan lítra af blóði.

Eins segist hann í færslunni vera á batavegi og hann muni koma „sterkari og vitrari“ til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×