Lífið

Missti 32 kíló eftir að hafa séð mynd af sér í Bláa lóninu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin sem tekin var af Hodgson í Bláa Lóninu.
Myndin sem tekin var af Hodgson í Bláa Lóninu. mynd/slimming world

Amy Hodgson verður mögulega krýnd Slimming World's Miss Slinky 2020 en þar kemur aðeins fólk til greina sem hefur lést mikið og tekið upp nýjan og betri lífstíl.

Hodgson ákvað að snúa við blaðinu eftir að hún sá mynd af sér í Bláa Lóninu og ákvað þá að spyrna sér frá botninum. Hún hefur í kjölfarið misst 32 kíló.

Amy Hodgson er kennari frá Liverpool og fjallar Daily Mail um sögu hennar. Hún segir að vendipunkturinn hafi verið þegar starfsmaður Bláa Lónsins hafi rétt henni baðslopp í stærðinni XXL en þá var hún á ferðalagi um Ísland yfir áramótin 2018-19 með kærastanum Jonathan.

„Ferðin til Íslands átti að verða ferð ævi minnar en hún í raun og veru varð að martröð fyrir mig þegar ég áttaði mig á þyngd minni og útliti,“ segir Amy Hodgson.

„Það eru ekki til margar myndir af mér frá ferðinni þar sem ég vildi ekki láta taka myndir af mér. Ég skammaðist mín fyrir líkama minn. Áður en ég þyngdist var ég bara venjulega kona sem leið vel með sjálfan mig.“

Svona lítur Amy út í dag.mynd/daily mail





Fleiri fréttir

Sjá meira


×