Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:30 Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna. Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar. Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna. „Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd. Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum. „Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha. Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella. Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann. „Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha. Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað. „Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna. Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar. Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna. „Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd. Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum. „Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha. Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella. Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann. „Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha. Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað. „Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira