Innlent

Kominn úr öndunarvél

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá þessu í dag.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá þessu í dag. Vísir/Vilhelm

Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél. Þetta kom fram í máil Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjúklingurinn er þó ennþá á spítala, er kominn á almenna deild, og er sá eini sem liggur þar inni eftir kórónuveirusmit.

Þórólfur sagði jafnframt að helmingur þeirra sem greindust með smit síðasta sólarhring hafi ekki verið í sóttkví, þrír af sex. Tvö greindust í Vestmannaeyjum, þar af annar eftir miðnætti og mun sá því koma fram í tölum sem birtast á morgun. 

Sóttvarnalæknir vakti jafnframt athygli á þeim mikla fjölda sýna sem bárust sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, næstum 700 talsins. Þau hafi borist frá fólki sem telur sig finna fyrir einkennum kórónuveirusmits, en aðeins 0,9 prósent sýna reyndust bera þess konar sýkingu með sér.

Það er því mat Þórólfs að aðrar pestir séu byrjaðar að ganga. Það sé alvanalegt enda haustið með öllum sínum sýkingum að nálgast. 

Alls hafa 127 manns greinst frá 15. júní, þegar skimað var fyrir veirunni á landamærunum. Af þessum hafa 120 manns veikst í hópsýkingunni sem mest hefur verið talað um að undanförnu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.