Innlent

Hætt við Arion mótið

Samúel Karl Ólason skrifar
Í yfirlýsingu á vef Arion banka segir að aðstæður bjóði ekki upp á jafn fjölmennan viðburð og mótið sé.
Í yfirlýsingu á vef Arion banka segir að aðstæður bjóði ekki upp á jafn fjölmennan viðburð og mótið sé. Vísir/Vilhelm

Búið er að hætta við Arion banka mótið í fótbolta sem halda átti um næstu helgi. Tæplega 2.500 stúlkur og drengir höfðu skráð sig til leiks á mótið sem átti að fara fram á félagssvæði Víkings í Fossvogi 15. og 16. ágúst.

Í yfirlýsingu á vef Arion banka segir að aðstæður bjóði ekki upp á jafn fjölmennan viðburð og mótið sé.

Samkomutakmarkanir í kjölfar fjölgunar smitaðra í Covid-19 faraldrinum hafa leitt til þess að hætt hefur verið við fjölda viðburða að undanförnu. Þjóðhátíð, Menningarnótt og íþróttamót, svo eitthvað sé nefnt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×