Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Til greina kemur að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna í einstaka lögregluumdæmum vegna kórónuveirufaraldursins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Mikill viðbúnaður var á Hrafnistu vegna gruns um smit sem síðar reyndist neikvætt.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Rætt verður við smitsjúkdómalækni um málið í fréttatímanum.

Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða.

Biskup Íslands bað í dag hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti af hálfu kirkjunnar. Formaður Samtakanna 78 segir þetta hafa mikla þýðingu þó ekki séu enn öll sár gróin.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.