Innlent

Út­lendingum sem ekki komast heim vegna Co­vid heimilt að dvelja hér til 10. septem­ber

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útlendingar sem ekki hafa komist til síns heima vegna kórónuveirufaraldursins og hafa dvalið hér frá því fyrir 20. mars fá heimild til að vera hér áfram án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. september.
Útlendingar sem ekki hafa komist til síns heima vegna kórónuveirufaraldursins og hafa dvalið hér frá því fyrir 20. mars fá heimild til að vera hér áfram án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. september. Vísir/Vilhelm

Útlendingar sem dvalið hafa hér á landi frá því fyrir 20. mars síðastliðinn en hafa ekki komist til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar verður heimilt að dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. september næstkomandi að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Dómsmálaráðherra birti í dag nýja reglugerð sem tekur á dvöl þeirra útlendinga sem ekki hafa komist heim vegna kórónuveirufaraldursins frá 20. mars. Um er að ræða framlengingu á heimild sem upphaflega var bætt við reglugerð um útlendinga þann 2. apríl síðastliðinn.

Reglugerðin kemur ekki í veg fyrir frávísun eða brottvísun þeirra sem voru í ólögmætri dvöl fyrir 20. mars eða frávísun eða brottvísun á öðrum grundvelli samkvæmt ákvæðum útlendingalaga.


Tengdar fréttir

Fresta opnun landamæra og framlengja takmarkanir

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hægt verði á enduropnun breskra landamæra og ferðatakmarkanir og smitvarnir verði framlengdar þar til í ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.