Lífið

Stórglæsilegar villur Chris Hemsworth

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hemsworth hefur heldur betur komið sér vel fyrir víða um heiminn.
Hemsworth hefur heldur betur komið sér vel fyrir víða um heiminn. Getty/Jun Sato/YouTube

Ástralinn Chris Hemsworth hefur heldur betur gert það gott á sviði leiklistarinnar og einna helst þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Thor, The Avengers, Extraction og fleiri.

Hemsworth, sem er 36 ára, er að verða einn þekktasti leikari heims og hefur heldur betur þénað vel á sínum ferli.

Hann á eignir víðsvegar um heiminn og meðal annars í Byron Bay í Ástralíu sem er stórglæsilegt einbýli. Einnig á hann fallegt hús við Malibu-ströndina í Kaliforníu.

Á YouTube-síðunni The Richest má sjá heljarinnar umfjöllun um eignir leikarans eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.