Lífið

Fallon tók fyrir „lestarslys“ Trumps

Stefán Árni Pálsson skrifar
Trump átti í vandræðum með spurningar Jonathan Swan.
Trump átti í vandræðum með spurningar Jonathan Swan.

Donald Trump Bandaríkjaforseti settist niður með fréttamanninum Jonathan Swan í þættinum AXIOS á HBO á dögunum og ræddi við hann í um fjörutíu mínútur um fjölmörg málefni.

Trump ræddi meðal annars um kórónuveirufaraldurinn og hvernig Bandaríkjamenn hafa tekið á vandamálinu, Black Lives Matter byltinguna, komandi forsetakosningar í nóvember og alþjóðasamskipti Bandaríkjamanna við ríki á borð við Kína, Afganistan og Rússland.

Viðtalið var gefið út á YouTube í gær og er það strax orðið eitt vinsælasta myndbandið á vefsíðunni í þessari viku.

Trump var í stökustu vandræðum að svara spurningum í tengslum við kórónuveiruna en var mjög stoltur af því hversu mörg próf Bandaríkjamenn taka á þegnum landsins í tengslum við veiruna. Hann sá aftur á móti ekki ástæðu til þess að velta fyrir sér hversu margir hefði látið lífið.

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon tók fyrir viðtalið í spjallþætti sínum í gær. Þar talar hann um að viðtalið hafi verið algjört „lestarslys“ en gaf áhorfendum færi á að sjá atriði úr viðtalinu sem hafði verið eytt.

Þá kom Fallon sér fyrir í gervi Trump og er útkoman vægast sagt athyglisverð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.