Innlent

29 milljarðar fóru frá hinu opin­bera til menningar­mála árið 2018

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
29 milljarðar króna fóru til menningarmála frá hinu opinbera árið 2018.
29 milljarðar króna fóru til menningarmála frá hinu opinbera árið 2018. Vísir/Vilhelm

Útgjöld hins opinbera hér á landi til menningarmála árið 2018 námu 2,5 prósentum af heildarútgjöldum eða rúmlega 29 milljarðar króna. Á sama tíma var 0,5 prósentum heildarútgjalda varið til fjölmiðla. Hlutur menningar af heildarútgjöldum hins opinbera var í samanburði við önnur Evrópuríki þriðji hæstur á Íslandi.

Aðeins í Lettlandi og Ungverjalandi var hærri hlutdeild heildarútgjalda varið til menningarmála árið 2018, eða 2,7 og 2,8 prósentum. Hlutfallið á Íslandi var þó hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu hvort sem horft er til útgjalda vegna menningar eða fjölmiðla. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Hagstofa Íslands/skjáskot

Hlutdeild til menningarmála hefur haldist svipuð á Íslandi síðatliðin tíu ár, lægst var hún árið 2016 í 2,2 prósentum og hæst árið 2013 í 2,6 prósentum af heildarútgjöldum.

Árið 2018 var stærsti útgjaldaliður hins opinbera til menningarmála kaup á vörum og þjónustu og laun en samtals námu þessir liðir um 73 prósentum af heildarútgjöldum málaflokksins á árinu. Þar er meðal annars átt við kaupum á aðföngum og þjónustu sérfræðinga sem ekki eru á launaskrá en launaliðurinn nær til launagreiðslna til starfsfólks ríki og sveitarfélaga.

„Þess má geta að listamannalaun falla undir framleiðslustyrki í þessari sundurliðun en í þeim flokki er einnig að finna fjárveitingar í ýmsa menningarsjóði á vegum hins opinbera sem og til kynningarmiðstöðva skapandi greina (svo sem Kvikmyndamiðstöðvar Íslands). Þá nær fjárfesting yfir efnislegar eignir, t.d. yfir húsnæði, vélar og tæki og hugbúnað sem er notaður í meira en eitt ár,“ segir í grein Hagstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.