Innlent

Hlupu frá lögreglu þegar ekki var hægt að aka

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alls voru 72 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.
Alls voru 72 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um ökumann sem talið var að gæti verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ökumaður og farþegi flúðu frá lögreglu þegar hún veitti bifreið þeirra eftirför. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar segir að tilkynning um ökumann sem hugsanlega væri undir áhrifum hefði borist. Þegar lögregla hafi komið auga á bifreiðina sem tilkynningin sneri að hafi orðið stutt eftirför þar sem ökumaður hafi ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu.

Í botnlangagötu hafi síðan karl og kona hlaupið út úr bifreiðinni. Þau hafi hins vegar náðst og verið handtekin skömmu síðar. Lögregla segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að bifreiðin var stolin og ökumaðurinn reynst undir áhrifum vímuefna.

Grímuklæddir menn létu greipar sópa

Þá var tilkynnt um innbrot í ljósmyndavöruverslun í austurhluta Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Grímuklæddir menn hafi þar stolið fjölda myndavéla. Lögregla er nú með málið til rannsóknar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru alls 72 mál bókuð frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Vista þurfti þrjú í fangageymslu og fjögur voru stöðvuð grunuð um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×