Innlent

Tveir fluttir á slysa­deild eftir líkams­­á­rásir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi samkvæmt lögreglu.
Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi samkvæmt lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborginni kveðst í dagbók sinni til fjölmiðla hafa fengið þrjár tilkynningar um líkamsárásir á tímabilinu klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Þolendur eru sagðir hafa hlotið andlits- og höfuðáverka og þurftu tveir þeirra að fara með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Tvær líkamsárásanna eru sagðar hafa átt sér stað við skemmtistaði og ein við verslun í austurbænum. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, samkvæmt dagbók hennar.

Þá voru alls fimm grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

„Einnig voru nokkur önnur mál vegna slagsmála og óláta en þau voru yfirstaðin er lögregla kom á staðinn og líklega verða ekki eftirmál,“ segir í niðurlagi dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út snemma í morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.