Innlent

Slasaður göngumaður í Karlsárdal

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður.
Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður. Vísir/vilhelm

Björgunarsveit á Dalvík var um fjögurleytið í dag kölluð út vegna slasaðs göngumanns í Karlsárdal við Eyjafjörð. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að greiðlega hafi gengið að komast að göngumanninum, sem var slasaður á fæti.

Björgunarmenn fluttu göngumanninn í sjúkrabíl, þangað sem hann var kominn rúmlega fimm. Þaðan var göngumaðurinn fluttur á sjúkrahús til frekari skoðunar en hann er ekki talinn alvarlega slasaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×