Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:37 Áslaug Arna mun funda með lögreglustjórum í dag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. Áslaug mun funda með lögreglustjórum landsins á eftir til þess að meta hvort tilefni sé til að fara á neyðarstig Almannavarna. Í dag voru kynntar hertari takmarkanir á samkomubanni, tveggja metra reglan var endurvakin og grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Þá verða skimunaraðgerðir á þeim sem koma hingað til lands hertar. Nú þurfa allir sem koma frá áhættusvæðum að fara í skimun við komuna til landsins, og aftur fjórum til sex dögum síðar, að því gefnu að viðkomandi dveljist hér á landi í tíu daga eða meira. Eins og sakir standa þyrftu því allir sem koma frá öðrum stöðum en Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi að hlíta þessum reglum. Þetta segir Áslaug gert til þess að hamla því að þeir sem komi hingað til lands í lengri tíma beri kórónuveiruna með sér hingað til lands og smiti út frá sér. Áslaug mun sitja fund með lögreglustjórum landsins síðar í dag þar sem farið verður yfir almannavarnamál. „Við ætlum að ræða almannavarnastigið. Mögulega hvort þörf sé á að fara á neyðarstig. Það er auðvitað mikið breytt síðan við fórum síðast á neyðarstig, við vitum meira um veiruna, erum að raðgreina hana betur, við þekkjum betur alla ferla í þessu og þurfum aðeins að skoða hvort að þörf sé á slíku,“ segir Áslaug. Hún segir þó að mögulega geti tekið nokkra daga að meta næstu skref út frá þeim smitum sem hafa komið upp og hvað gerist á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. Áslaug mun funda með lögreglustjórum landsins á eftir til þess að meta hvort tilefni sé til að fara á neyðarstig Almannavarna. Í dag voru kynntar hertari takmarkanir á samkomubanni, tveggja metra reglan var endurvakin og grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Þá verða skimunaraðgerðir á þeim sem koma hingað til lands hertar. Nú þurfa allir sem koma frá áhættusvæðum að fara í skimun við komuna til landsins, og aftur fjórum til sex dögum síðar, að því gefnu að viðkomandi dveljist hér á landi í tíu daga eða meira. Eins og sakir standa þyrftu því allir sem koma frá öðrum stöðum en Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi að hlíta þessum reglum. Þetta segir Áslaug gert til þess að hamla því að þeir sem komi hingað til lands í lengri tíma beri kórónuveiruna með sér hingað til lands og smiti út frá sér. Áslaug mun sitja fund með lögreglustjórum landsins síðar í dag þar sem farið verður yfir almannavarnamál. „Við ætlum að ræða almannavarnastigið. Mögulega hvort þörf sé á að fara á neyðarstig. Það er auðvitað mikið breytt síðan við fórum síðast á neyðarstig, við vitum meira um veiruna, erum að raðgreina hana betur, við þekkjum betur alla ferla í þessu og þurfum aðeins að skoða hvort að þörf sé á slíku,“ segir Áslaug. Hún segir þó að mögulega geti tekið nokkra daga að meta næstu skref út frá þeim smitum sem hafa komið upp og hvað gerist á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira