Menning

Sigur­jón Sig­hvats­son skipaður for­maður kvik­mynda­ráðs

Sylvía Hall skrifar
Sigurjón Sighvatsson er formaður kvikmyndaráðs.
Sigurjón Sighvatsson er formaður kvikmyndaráðs. Vísir/Stöð 2

Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur verið skipaður formaður kvikmyndaráðs til þriggja ára. Kvikmyndaráð starfar eftir kvikmyndalögum og veitir stjórnvöldum og Kvikmyndamiðstöð Íslands ráðgjöf um málefni kvikmynda og tekur þátt stefnumótun á því sviði.

Menntamálaráðherra skipar formann og aðra meðlimi ráðsins og hafa sjö aðrir verið skipaðir samkvæmt tilnefningu.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að kvikmyndagerð standi á tímamótum. Atvinnugreinin hér á landi standist fyllilega alþjóðlegan samanburð.

„Árangurinn er staðfestur með vaxandi fjölda tilnefninga og þátttöku íslenskra kvikmynda á virtum hátíðum um allan heim. Fleiri íslenskir leikstjórar og höfundar feta inn á nýjar og ótroðnar slóðir og okkur er ljúft og skylt að tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir íslenska kvikmyndagerð til að vaxa og dafna.“

Aðrir meðlimir kvikmyndaráðs eru eftirtaldir:

Margrét Örnólfsdóttir, varaformaður - tilnefnd af Félagi leikskálda og handritshöfunda

Anna Þóra Steinþórsdóttir - tilnefnd af Félagi kvikmyndagerðarmanna

Lilja Ósk Snorradóttir - tilnefnd af Framleiðendafélaginu – SÍK

Ragnar Bragason - tilnefndur af Samtökum kvikmyndaleikstjóra

Lilja Ósk Diðriksdóttir - tilnefnd af Félagi kvikmyndahúsaeigenda

Bergsteinn Björgúlfsson - tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna

Birna Hafstein - tilnefnd af Félagi íslenskra leikara

Varamenn:

Auður Edda Jökulsdóttir - skipuð án tilnefningar

Elva Sara Ingvarsdóttir - tilnefnd af Félagi kvikmyndagerðarmanna

Kristinn Þórðarson - tilnefndur af Framleiðendafélaginu – SÍK

Ása Helga Hjörleifsdóttir - tilnefnd af Samtökum kvikmyndaleikstjóra

Þorvaldur Árnason - tilnefndur af Félagi kvikmyndahúsaeigenda

Sigríður Rósa Bjarnadóttir - tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna

Hjálmar Hjálmarsson - tilnefndur af Félagi íslenskra leikara

Huldar Breiðfjörð - tilnefndur af Félagi leikskálda og handritshöfundaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.