Tónlist

Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna

Kjartan Kjartansson skrifar
Ólafur Arnalds eygir möguleika á Emmy-verðlaunum í haust.
Ólafur Arnalds eygir möguleika á Emmy-verðlaunum í haust. Benjamin Hardman

Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi titillagið fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“.

„Það var verið að tilnefna mig til Emmy-verðlauna,“ tilkynnti Ólafur fylgjendum sínum á Twitter nú í dag.

Lag hans er eitt sex laga sem eru tilnefnd í flokknum besta frumsamda titillagið. Á meðal keppinauta Ólafs um verðlaunin er bandaríski rapparinn Rza úr sveitinni Wu-Tang en hann samdi tónlist fyrir heimildarmynd um sögu hennar.

Eins og áður sagði samdi Ólafur titillag þáttanna en Atli Örvarsson samdi aðra tónlist í þeim.

Til stendur að Emmy-verðlaunin verði veitt 20. september en ekki hefur verið tekin ákvörðun um snið verðlaunahátíðarinnar í ljósi kórónuveirufaraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.