„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 13:21 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. „Nei, þetta kemur svo sem ekki á óvart að samningurinn hafi verið samþykktur. Við vorum búin að finna þetta hjá okkar félagsmönnum að það stefndi í sátt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir félagsmenn aðallega sátta með undirritun samningsins vegna þeirra aðgerða sem Icelandair ætlaði að grípa til. „Fólk er aðalega sátt vegna þeirra aðgerða sem átti að fara í, með því að segja öllum upp og leita annarra leiða hjá stéttarfélagi sem er ekki til. Það er nokkuð ljóst að þetta hefur örugglega haft áhrif á einhverja. Hins vegar hafi stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins metið það svo að „það besta í ömurlegri stöðu væri að ganga til samninga.“ „Með þessu eru félagsmenn okkar í raun að standa á bak við stéttarfélagið sitt og eru sammála að það hafi verið það rétta í stöðunni,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem var samþykktur er í raun sá sami og félagsmenn FFÍ felldu fyrr í þessum mánuði. Örfáar breytingar voru gerðar á honum. „Fólk er með þessu líka að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar og í rauninni að við höfum eitthvað um okkar kaup og kjör að segja,“ segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að ef að atvinnurekandi ætlar að stofna nýtt stéttarfélag að þá höfum við ekkert um þetta að segja, þannig að fólk er ekki einungis að kjósa um kjarasamning heldur líka það.“ Enn er ekki orðið ljóst hve margir félagsmenn FFÍ verði ráðnir aftur til starfa hjá Icelandair en Guðlaug gerir ráð fyrir að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum FFÍ sem störfuðu hjá félaginu en drógu svo uppsagnirnar til baka. Þó er ekki ljóst hve margir félagsmenn fái að snúa aftur til starfa. Kjaramál Icelandair Verkföll 2020 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. „Nei, þetta kemur svo sem ekki á óvart að samningurinn hafi verið samþykktur. Við vorum búin að finna þetta hjá okkar félagsmönnum að það stefndi í sátt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir félagsmenn aðallega sátta með undirritun samningsins vegna þeirra aðgerða sem Icelandair ætlaði að grípa til. „Fólk er aðalega sátt vegna þeirra aðgerða sem átti að fara í, með því að segja öllum upp og leita annarra leiða hjá stéttarfélagi sem er ekki til. Það er nokkuð ljóst að þetta hefur örugglega haft áhrif á einhverja. Hins vegar hafi stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins metið það svo að „það besta í ömurlegri stöðu væri að ganga til samninga.“ „Með þessu eru félagsmenn okkar í raun að standa á bak við stéttarfélagið sitt og eru sammála að það hafi verið það rétta í stöðunni,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem var samþykktur er í raun sá sami og félagsmenn FFÍ felldu fyrr í þessum mánuði. Örfáar breytingar voru gerðar á honum. „Fólk er með þessu líka að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar og í rauninni að við höfum eitthvað um okkar kaup og kjör að segja,“ segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að ef að atvinnurekandi ætlar að stofna nýtt stéttarfélag að þá höfum við ekkert um þetta að segja, þannig að fólk er ekki einungis að kjósa um kjarasamning heldur líka það.“ Enn er ekki orðið ljóst hve margir félagsmenn FFÍ verði ráðnir aftur til starfa hjá Icelandair en Guðlaug gerir ráð fyrir að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum FFÍ sem störfuðu hjá félaginu en drógu svo uppsagnirnar til baka. Þó er ekki ljóst hve margir félagsmenn fái að snúa aftur til starfa.
Kjaramál Icelandair Verkföll 2020 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira