„Ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2020 10:29 Högni hefur barist við geðhvarfasýki í átta ár. Högni Egilsson tónlistarmaður segir fordóma og skilningsleysi ríkja um geðhvörf. Hann ræddi málefnið í tengslum við Kanye West í hlaðvarpi Skoðanabræðra á föstudaginn og rifjaði það um leið upp þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild. „Hann er náttúrulega með bipolar,“ sagði Högni um Kanye. „Ég kljáist við það á hverjum einasta degi af vandvirkni. Það lærist með aldrinum að gera það. Traustið verður að vera til heilbrigðisstofnananna, lækna og svoleiðis. Það er erfiðast í heimi fyrst, eins og hann er að tala um að það sé verið að læsa hann inni á geðdeild. Það er ógeðslega erfitt skref að fara inn á geðdeild, fyrir hvern sem er.“ Það hefur ratað í fréttir undanfarið að Kanye West á við geðræna erfiðleika að stríða. Þeir hafa meðal annars brotist út í opinskáum en á köflum fjarstæðukenndum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum um fjölskyldu hans. Kross að bera en brunnur að tilfinningalífi Högni er sjálfur með geðhvörf, greindist fyrir átta árum en er að eigin sögn kominn á stöðugan stað. „Með árunum minnka sveiflurnar. Þetta snýst allt um sveiflur. Að taka lyfin sín sómasamlega, halda sig frá örvandi efnum og svolítið vera æðrulaus gagnvart því að þú ert með sjúkdóminn. Það sem ég held að Kanye sé ekki er æðrulaus gagnvart því að hann sé með þetta. Þegar manían fer svona hátt þá er hann bara: „Þið eruð að reyna að taka mig niður. Ég er engill. Ég er guðleg vera.“ Högni segir að það sé leiðinleg hlið af sjúkdómnum. „Sem er kross að bera en er líka minn brunnur af einhverju tilfinningalífi sem ég myndi aldrei snerta á öðruvísi,“ sagði Högni. Högni rifjaði það upp í þættinum þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild og setti í samhengi við það sem Kanye gengur í gegnum nú um mundir. Bergþór og Snorri halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. „Ég man eftir því fyrst þegar ég fór inn á geðdeild. Þá þurfti ég að halda tónleika inni á Snaps og ég þurfti að hlaupa á móti Reykjavíkurmaraþoninu, af því að ég þurfti að búa til einhverja táknræna aðgerð og snertast við engla. Þú ferð inn í einhvern dulrænan heim sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum af því að þetta eru svo kraftmiklar upplifanir.“ Ekki rómantískt að geðveikasti listamaðurinn sé besti listamaðurinn Högni telur ekki að eigi að upphefja geðsjúkdóma í tengslum við listir. „Það hjálpar þér ekkert að fara inn á geðdeild fimm sinnum í músíkinni. Það sem hjálpar þér er að læra að vera stabíll, að vera góður við umhverfið þitt. Það er ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn. Það er alls ekki þannig,“ sagði Högni. Hann telur Kim Kardashian, eiginkonu Kanye, bregðast rétt við. „Af því að það eru líka svo miklir fordómar og skilningsleysi, enda líka frekar flókið fyrirbæri, af því að allt í einu heldur Kanye West að hann sé Yeezy eða Guð en síðan fer hann örugglega djúpt í þunglyndi.“ Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræðrum. Í viðtalinu við Högna ræddu þeir auk geðhvarfanna og Kanye allt á milli himins og jarðar, allt frá kvikmyndatónlist til ferðar Högna til Ítalíu í miðri kórónuveirunni. Geðheilbrigði Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Sjá meira
Högni Egilsson tónlistarmaður segir fordóma og skilningsleysi ríkja um geðhvörf. Hann ræddi málefnið í tengslum við Kanye West í hlaðvarpi Skoðanabræðra á föstudaginn og rifjaði það um leið upp þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild. „Hann er náttúrulega með bipolar,“ sagði Högni um Kanye. „Ég kljáist við það á hverjum einasta degi af vandvirkni. Það lærist með aldrinum að gera það. Traustið verður að vera til heilbrigðisstofnananna, lækna og svoleiðis. Það er erfiðast í heimi fyrst, eins og hann er að tala um að það sé verið að læsa hann inni á geðdeild. Það er ógeðslega erfitt skref að fara inn á geðdeild, fyrir hvern sem er.“ Það hefur ratað í fréttir undanfarið að Kanye West á við geðræna erfiðleika að stríða. Þeir hafa meðal annars brotist út í opinskáum en á köflum fjarstæðukenndum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum um fjölskyldu hans. Kross að bera en brunnur að tilfinningalífi Högni er sjálfur með geðhvörf, greindist fyrir átta árum en er að eigin sögn kominn á stöðugan stað. „Með árunum minnka sveiflurnar. Þetta snýst allt um sveiflur. Að taka lyfin sín sómasamlega, halda sig frá örvandi efnum og svolítið vera æðrulaus gagnvart því að þú ert með sjúkdóminn. Það sem ég held að Kanye sé ekki er æðrulaus gagnvart því að hann sé með þetta. Þegar manían fer svona hátt þá er hann bara: „Þið eruð að reyna að taka mig niður. Ég er engill. Ég er guðleg vera.“ Högni segir að það sé leiðinleg hlið af sjúkdómnum. „Sem er kross að bera en er líka minn brunnur af einhverju tilfinningalífi sem ég myndi aldrei snerta á öðruvísi,“ sagði Högni. Högni rifjaði það upp í þættinum þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild og setti í samhengi við það sem Kanye gengur í gegnum nú um mundir. Bergþór og Snorri halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. „Ég man eftir því fyrst þegar ég fór inn á geðdeild. Þá þurfti ég að halda tónleika inni á Snaps og ég þurfti að hlaupa á móti Reykjavíkurmaraþoninu, af því að ég þurfti að búa til einhverja táknræna aðgerð og snertast við engla. Þú ferð inn í einhvern dulrænan heim sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum af því að þetta eru svo kraftmiklar upplifanir.“ Ekki rómantískt að geðveikasti listamaðurinn sé besti listamaðurinn Högni telur ekki að eigi að upphefja geðsjúkdóma í tengslum við listir. „Það hjálpar þér ekkert að fara inn á geðdeild fimm sinnum í músíkinni. Það sem hjálpar þér er að læra að vera stabíll, að vera góður við umhverfið þitt. Það er ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn. Það er alls ekki þannig,“ sagði Högni. Hann telur Kim Kardashian, eiginkonu Kanye, bregðast rétt við. „Af því að það eru líka svo miklir fordómar og skilningsleysi, enda líka frekar flókið fyrirbæri, af því að allt í einu heldur Kanye West að hann sé Yeezy eða Guð en síðan fer hann örugglega djúpt í þunglyndi.“ Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræðrum. Í viðtalinu við Högna ræddu þeir auk geðhvarfanna og Kanye allt á milli himins og jarðar, allt frá kvikmyndatónlist til ferðar Högna til Ítalíu í miðri kórónuveirunni.
Geðheilbrigði Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Sjá meira