Innlent

Tveggja göngu­manna leitað á Tré­kyllis­heiði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einn björgunarsveitarhópanna sem leita göngumannanna.
Einn björgunarsveitarhópanna sem leita göngumannanna. Aðsend/Landsbjörg

Björgunarsveitir á Ströndum voru í dag kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. Mennirnir hafa verið á gangi í tvo daga og eru nú staddir nálægt Búrfelli þar sem er mikil þoka og lélegt skyggni. Ekki er talið að mennirnir séu slasaðir en að þeir séu orðnir kaldir og hraktir.

Útkall barst klukkan þrjú í dag vegna mannanna og eru nú fjórir hópar björgunarsveitarfólks komnir á heiðina á jeppum til að leita þeirra. Ekki er vitað hvar mennirnir eru nákvæmlega staddir en björgunarsveitarfólk sem er kunnugt staðháttum telur sig vita hvar þeir eru staddir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×