Innlent

Dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir að smygla inn 903 grömmum af MDMA

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konan var dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir brotin.
Konan var dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir brotin. Vísir/Vilhelm

23 ára gömul kona var fyrr í mánuðinum dæmd fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hún hafði staðið að innflutningi rúmra 900 gramma af MDMA dufti í júlí 2019. Hún var dæmd í 20 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness.

Konan hafði reynt að flytja inn MDMA duft með 83-84 prósenta styrkleika sem ætlað var til söludreifingar hér á landi í gróðraskyni að því er segir í dómnum. Úr duftinu hefði verið hægt að framleiða um 7.981 MDMA töflu.

Konan flutti efnið inn til landsins sem farþegi í flugi frá Brussel í Belgíu til Keflavíkurflugvallar og hafði hún falið efnið innanklæða, innvortis og í farangri sínum. Konan játaði sök fyrir dómi en konan hefur ekki verið dæmd fyrir refsivert athæfi áður.

Þá lýsti hún jafnframt yfir iðrun sinni vegna málsins fyrir dómi og segir í dómsuppkvaðningu að engin ástæða þyki til að draga hana í efa. Hún hafi tekið að sér innflutning efnanna en ekkert benti til að hún hefði komið að skipulagningu eða fjármögnun innflutningsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×