Innlent

Öku­maður bílsins sem hafnaði utan Norð­austur­vegar látinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var einn í bílnum. 
Maðurinn var einn í bílnum. 

Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra sem segist hafa gert aðstandendum ökumannsins viðvart.

Lögreglan lýsir slysinu með eftirfarandi hætti: „Fólksbifreið lenti út fyrir veg og valt, skammt sunnan við gatnamót Hófaskarðsleiðar sunnan Kópaskers.“ 

Ökumaðurinn var einn í bílnum þegar slysið varð. Hinn látni var um fertugt, af erlendum uppruna en búsettur og starfandi á Íslandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.