Gengst við því að hafa spurt hvort maður í vanda væri skattgreiðandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 15:46 Húsnæði ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. vísir/egill Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan. Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan.
Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira