Innlent

Björguðu einmana lunda á miðjum Langjökli

Sylvía Hall skrifar
Líkt og sjá má var lundinn Þormar Jökull nánast einn í heiminum þar til hópurinn fann hann.
Líkt og sjá má var lundinn Þormar Jökull nánast einn í heiminum þar til hópurinn fann hann. Aðsend

Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra.

Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. 

„Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend

Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi.

„Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. 

Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum

Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega.

Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn.

„Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís.

Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.