Framleiðandi Hjartasteins getur ekki orða bundist eftir gagnrýni föður Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 19:52 Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, þakkar hér fyrir sig á alþjóðlegu Molodist kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu þar sem Hjartasteinn tók þrenn verðlaun. Mynd/Volodymyr Shuvayev Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson segist ekki geta orða bundist lengur vegna máls sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, þar á meðal hér á Vísi. Málið snýr að harðri gagnrýni föðurs á Anton Mána og leikstjórann Guðmund Arnar vegna framkomu við son mannsins sem vonaðist eftir því að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Antons og Guðmundar. Faðirinn sagði í Facebook-færslu og seinna í viðtali við Mannlíf að fjórtán ára sonur hans hefði unnið fyrir þá Anton og Guðmund í marga mánuði til þess eins að vera tilkynnt að hann hlyti ekki aðalhlutverkið. Varaði maðurinn, Guðmundur Kárason, við gylliboðum framleiðandanna. Í viðtali við Mannlíf fór hann dýpra í málið og velti því fyrir sér hvort þeir hefðu skilið eftir sviðna jörð víðar. Sagði Guðmundur að mennirnir kæmust alltaf upp með hegðun sína þar sem enginn segði neitt við henni. „Ég hef aldrei kynnst svona hroka eða yfirgangi. Þessir menn eru íslenskri kvikmyndagerð til háborinnar skammar og ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum,” sagði Guðmundur í viðtali við Mannlíf. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni, segist finna sig knúinn til að svara umfjölluninni og segir í Facebook-færslu að lýsingarnar af ferlinu endurspegli alls ekki raunveruleikann og séu í raun alvarlegar ærumeiðingar. Anton segir að drengurinn muni fá greitt fyrir sína vinnu og hafi það komið skýrt fram í samtali við föður hans áður en að færsla hans var birt á samfélagsmiðlum. Skýrt hafi verið tekið fram að enginn af leikurunum ungu sem valdir voru í lokaúrtak gætu gengið að hlutverkinu vísu. Guðmundur Kárason, faðir drengsins, sagði í viðtalinu að aðstandendur hefðu flutt verkefnið til Íslands frá Danmörku og líklega skilið eftir unga leikara þar í sárum. Anton segir það ekki rétt. „Engin sviðin jörð var skilin eftir í Danmörku. Verkefnið var á handritsstigi þegar ákveðið var að flytja það til Íslands,“ segir Anton. Ekki hafi heldur verið brotið á vinnutíma né hvíldartíma barna og samningar og launakjör séu í samræmi við önnur verkefni. Þá segir faðir drengsins að hann hafi verið settur á sérstakt mataræði og skikkaður í líkamsrækt. Anton segir að drengirnir hafi verið beðnir um að borða holla fæðu og halda sig frá skyndibita, sælgæti og gosi. Hlutverkið hafi verið að leika strák sem er í afreksflokki í karate og hafi drengurinn því verið settur í grunnþjálfun í samræmi við það. Guðmundur gagnrýndi einnig að sonur hans hafi verið sendur til fjölskylduráðgjafa til sjálfstyrkingar. Í ljós hafi komið að um væri að ræða móður leikstjórans. „Móðir leikstjórans er menntaður fjölskyldumeðferðarfræðingur með margra ára reynslu og sérhæfingu í sjálfstyrkingaraðferðum. Það var skýrt frá byrjun að aðeins væri um að ræða kennslu á einföldum sjálfstyrkingaraðferðum fyrir unga leikarann og foreldrum hans var boðið að vera viðstödd. Ekki kom við sögu nein dáleiðsla eða sálfræði-meðferðarvinna. Um er að ræða fagaðila sem fylgir öllum fagreglum og virðir trúnað milli síns og þeirra sem sækja hennar handleiðslu. Hún hitti einnig leikarana í Hjartasteini, en þau og foreldrar þeirra voru mjög ánægð með hennar framlag, og var hún því talinn besti aðilinn til að leiðbeina nýjum leikurum.“ Sagði í færslu Antons Mána sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson segist ekki geta orða bundist lengur vegna máls sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, þar á meðal hér á Vísi. Málið snýr að harðri gagnrýni föðurs á Anton Mána og leikstjórann Guðmund Arnar vegna framkomu við son mannsins sem vonaðist eftir því að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Antons og Guðmundar. Faðirinn sagði í Facebook-færslu og seinna í viðtali við Mannlíf að fjórtán ára sonur hans hefði unnið fyrir þá Anton og Guðmund í marga mánuði til þess eins að vera tilkynnt að hann hlyti ekki aðalhlutverkið. Varaði maðurinn, Guðmundur Kárason, við gylliboðum framleiðandanna. Í viðtali við Mannlíf fór hann dýpra í málið og velti því fyrir sér hvort þeir hefðu skilið eftir sviðna jörð víðar. Sagði Guðmundur að mennirnir kæmust alltaf upp með hegðun sína þar sem enginn segði neitt við henni. „Ég hef aldrei kynnst svona hroka eða yfirgangi. Þessir menn eru íslenskri kvikmyndagerð til háborinnar skammar og ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum,” sagði Guðmundur í viðtali við Mannlíf. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni, segist finna sig knúinn til að svara umfjölluninni og segir í Facebook-færslu að lýsingarnar af ferlinu endurspegli alls ekki raunveruleikann og séu í raun alvarlegar ærumeiðingar. Anton segir að drengurinn muni fá greitt fyrir sína vinnu og hafi það komið skýrt fram í samtali við föður hans áður en að færsla hans var birt á samfélagsmiðlum. Skýrt hafi verið tekið fram að enginn af leikurunum ungu sem valdir voru í lokaúrtak gætu gengið að hlutverkinu vísu. Guðmundur Kárason, faðir drengsins, sagði í viðtalinu að aðstandendur hefðu flutt verkefnið til Íslands frá Danmörku og líklega skilið eftir unga leikara þar í sárum. Anton segir það ekki rétt. „Engin sviðin jörð var skilin eftir í Danmörku. Verkefnið var á handritsstigi þegar ákveðið var að flytja það til Íslands,“ segir Anton. Ekki hafi heldur verið brotið á vinnutíma né hvíldartíma barna og samningar og launakjör séu í samræmi við önnur verkefni. Þá segir faðir drengsins að hann hafi verið settur á sérstakt mataræði og skikkaður í líkamsrækt. Anton segir að drengirnir hafi verið beðnir um að borða holla fæðu og halda sig frá skyndibita, sælgæti og gosi. Hlutverkið hafi verið að leika strák sem er í afreksflokki í karate og hafi drengurinn því verið settur í grunnþjálfun í samræmi við það. Guðmundur gagnrýndi einnig að sonur hans hafi verið sendur til fjölskylduráðgjafa til sjálfstyrkingar. Í ljós hafi komið að um væri að ræða móður leikstjórans. „Móðir leikstjórans er menntaður fjölskyldumeðferðarfræðingur með margra ára reynslu og sérhæfingu í sjálfstyrkingaraðferðum. Það var skýrt frá byrjun að aðeins væri um að ræða kennslu á einföldum sjálfstyrkingaraðferðum fyrir unga leikarann og foreldrum hans var boðið að vera viðstödd. Ekki kom við sögu nein dáleiðsla eða sálfræði-meðferðarvinna. Um er að ræða fagaðila sem fylgir öllum fagreglum og virðir trúnað milli síns og þeirra sem sækja hennar handleiðslu. Hún hitti einnig leikarana í Hjartasteini, en þau og foreldrar þeirra voru mjög ánægð með hennar framlag, og var hún því talinn besti aðilinn til að leiðbeina nýjum leikurum.“ Sagði í færslu Antons Mána sem lesa má í heild sinni hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira