„Brenn ekki af einhverjum hefndarþorsta gagnvart þessum einstaklingum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2020 16:05 Ekki í fyrsta sinn sem Þórdís fær yfir sig hótanir. „Eins og komið hefur fram fékk ég mikið af ógeðslegum hótunum í kjölfar færslu á Instagram. Mig langar til þess að taka það sérstaklega fram að ég ber engan kala til samfélaganna í Kópaskeri og Raufarhöfn. Ég dæmi engan fyrir gjörðir einstaklinga sem þurfa greinilega á hjálp. Það væri bæði heimskulegt og ósanngjarnt,“ segir leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir í færslu á Facebook. Hún fékk töluvert magn af skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. Hún segir að málið geti kennt samfélaginu hvernig fólk hagar sér á samfélagsmiðlum. „Af tveimur skjáskotum var skyndilega búið að úthrópa mig sem hrokafulla forréttindakonu (svo það sé kurteisislega orðað) og margt verra. Mér ofbauð sérstaklega þegar sveitarstjóri var farinn að stíga fram og saka mig um slíkt í viðtali við fjölmiðil. Ég held að við séum öll sek um að dæma fólk á samfélagsmiðlum. En ég held að mikið væri unnið ef allir reyndu að staldra við, íhuga hverju það skilar að ata einhvern auri og leyfa helst öðrum að njóta vafans.“ Hún segir að þessi gagnrýnisstormur hafi orðið til þess að vanstilltir einstaklingar hafi misst stjórn á sér. Eitthvað sem þyrfti að stöðva „Ég hef áður fengið svipaðar hótanir, aðallega út af þeim glæp að búa til tónlist með Reykjavíkurdætrum sem fellur ekki að smekk þeirra. Það er eiginlega hálfsúrealískt að vera kominn á þann stað að reyna bara að hunsa skilaboð sem þessi og halda áfram með mitt líf. Það þurfti því að benda mér á að þetta væri eitthvað sem yrði að stöðva og þess vegna ætla ég að leggja fram kæru. Ég brenn ekki af einhverjum hefndarþorsta gagnvart þessum einstaklingum. Ég vil að þeir fái alvarlegt tiltal og fræðslu svo að þessi hegðun þeirra þróist ekki út í eitthvað enn alvarlegra.“ Þórdís segist oft tækla hlutina með húmor og segir frá nokkuð skemmtilegu atviki sem átti sér stað fyrir sýningu hjá leikhópinum Lottu eins og lesa má hér að neðan. Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
„Eins og komið hefur fram fékk ég mikið af ógeðslegum hótunum í kjölfar færslu á Instagram. Mig langar til þess að taka það sérstaklega fram að ég ber engan kala til samfélaganna í Kópaskeri og Raufarhöfn. Ég dæmi engan fyrir gjörðir einstaklinga sem þurfa greinilega á hjálp. Það væri bæði heimskulegt og ósanngjarnt,“ segir leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir í færslu á Facebook. Hún fékk töluvert magn af skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. Hún segir að málið geti kennt samfélaginu hvernig fólk hagar sér á samfélagsmiðlum. „Af tveimur skjáskotum var skyndilega búið að úthrópa mig sem hrokafulla forréttindakonu (svo það sé kurteisislega orðað) og margt verra. Mér ofbauð sérstaklega þegar sveitarstjóri var farinn að stíga fram og saka mig um slíkt í viðtali við fjölmiðil. Ég held að við séum öll sek um að dæma fólk á samfélagsmiðlum. En ég held að mikið væri unnið ef allir reyndu að staldra við, íhuga hverju það skilar að ata einhvern auri og leyfa helst öðrum að njóta vafans.“ Hún segir að þessi gagnrýnisstormur hafi orðið til þess að vanstilltir einstaklingar hafi misst stjórn á sér. Eitthvað sem þyrfti að stöðva „Ég hef áður fengið svipaðar hótanir, aðallega út af þeim glæp að búa til tónlist með Reykjavíkurdætrum sem fellur ekki að smekk þeirra. Það er eiginlega hálfsúrealískt að vera kominn á þann stað að reyna bara að hunsa skilaboð sem þessi og halda áfram með mitt líf. Það þurfti því að benda mér á að þetta væri eitthvað sem yrði að stöðva og þess vegna ætla ég að leggja fram kæru. Ég brenn ekki af einhverjum hefndarþorsta gagnvart þessum einstaklingum. Ég vil að þeir fái alvarlegt tiltal og fræðslu svo að þessi hegðun þeirra þróist ekki út í eitthvað enn alvarlegra.“ Þórdís segist oft tækla hlutina með húmor og segir frá nokkuð skemmtilegu atviki sem átti sér stað fyrir sýningu hjá leikhópinum Lottu eins og lesa má hér að neðan.
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira