Joaquin Phoenix-mynd bindur óbeint enda á gíslatöku í Úkraínu Heiðar Sumarliðason skrifar 22. júlí 2020 14:30 Joaquin Phoenix tekur hér á móti Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í Joker. Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix og heimildarmyndargerðarmaðurinn Shaun Monson urðu óvæntir bjargvættir í gíslatöku í Úkraínu. Það var í gærmorgun sem dýraverndarsinninn Maksym Kryvosh tók þrettán manns í gíslingu um borð í rútu í borginni Lutsk. Kröfur hans voru á þá leið að nokkrir opinberir embættismenn, sem og ákveðnir meðlimir úkraínsku réttrúnaðarkirkjunnar, myndu gangast við því að þeir væru hryðjuverkamenn. Einnig vildi hann að forseti landsins, Volodymyr Zelensky, myndi á samfélagmiðlum hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndina Earthlings. Lögregla hefur hér lokað af svæðið þar sem gíslatakan átti sér stað. Heimildarmyndin fjallar um ómannúðlega meðferð dýra í landbúnaði og vísindaskyni, og inniheldur ljót myndbönd af þjáningu þeirra. Dýraverndarsinninn Phoenix er sögumaður myndarinnar, en hann hélt t.a.m. innblásna ræðu um verndun dýra þegar hann tók á móti Óskarsverðlaunum, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Joker, í samnefndri kvikmynd. Kryvosh sleppti þremur gíslanna þegar forsetinn samþykkti að birta tengil á myndina á Facebook og hvetja fylgjendur sína til að horfa á hana. Eftir birtinguna sleppti Kryvosh öllum gíslunum, en skilaboðum forsetans var eytt af Facebook um leið og mannræninginn var kominn í járn. Kryvosh hefur áður komist í kast við lögin og setið í fangelsi fyrir fjársvik og ólöglegan vopnaburð. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, fordæmdi Kryvosh, en sagði þó gjarðir hans ekki mega kasta rýrð á heimildarmyndina, sem hann mælti með. Hægt er að sjá alla myndina á Youtube.com. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix og heimildarmyndargerðarmaðurinn Shaun Monson urðu óvæntir bjargvættir í gíslatöku í Úkraínu. Það var í gærmorgun sem dýraverndarsinninn Maksym Kryvosh tók þrettán manns í gíslingu um borð í rútu í borginni Lutsk. Kröfur hans voru á þá leið að nokkrir opinberir embættismenn, sem og ákveðnir meðlimir úkraínsku réttrúnaðarkirkjunnar, myndu gangast við því að þeir væru hryðjuverkamenn. Einnig vildi hann að forseti landsins, Volodymyr Zelensky, myndi á samfélagmiðlum hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndina Earthlings. Lögregla hefur hér lokað af svæðið þar sem gíslatakan átti sér stað. Heimildarmyndin fjallar um ómannúðlega meðferð dýra í landbúnaði og vísindaskyni, og inniheldur ljót myndbönd af þjáningu þeirra. Dýraverndarsinninn Phoenix er sögumaður myndarinnar, en hann hélt t.a.m. innblásna ræðu um verndun dýra þegar hann tók á móti Óskarsverðlaunum, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Joker, í samnefndri kvikmynd. Kryvosh sleppti þremur gíslanna þegar forsetinn samþykkti að birta tengil á myndina á Facebook og hvetja fylgjendur sína til að horfa á hana. Eftir birtinguna sleppti Kryvosh öllum gíslunum, en skilaboðum forsetans var eytt af Facebook um leið og mannræninginn var kominn í járn. Kryvosh hefur áður komist í kast við lögin og setið í fangelsi fyrir fjársvik og ólöglegan vopnaburð. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, fordæmdi Kryvosh, en sagði þó gjarðir hans ekki mega kasta rýrð á heimildarmyndina, sem hann mælti með. Hægt er að sjá alla myndina á Youtube.com.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira