Joaquin Phoenix-mynd bindur óbeint enda á gíslatöku í Úkraínu Heiðar Sumarliðason skrifar 22. júlí 2020 14:30 Joaquin Phoenix tekur hér á móti Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í Joker. Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix og heimildarmyndargerðarmaðurinn Shaun Monson urðu óvæntir bjargvættir í gíslatöku í Úkraínu. Það var í gærmorgun sem dýraverndarsinninn Maksym Kryvosh tók þrettán manns í gíslingu um borð í rútu í borginni Lutsk. Kröfur hans voru á þá leið að nokkrir opinberir embættismenn, sem og ákveðnir meðlimir úkraínsku réttrúnaðarkirkjunnar, myndu gangast við því að þeir væru hryðjuverkamenn. Einnig vildi hann að forseti landsins, Volodymyr Zelensky, myndi á samfélagmiðlum hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndina Earthlings. Lögregla hefur hér lokað af svæðið þar sem gíslatakan átti sér stað. Heimildarmyndin fjallar um ómannúðlega meðferð dýra í landbúnaði og vísindaskyni, og inniheldur ljót myndbönd af þjáningu þeirra. Dýraverndarsinninn Phoenix er sögumaður myndarinnar, en hann hélt t.a.m. innblásna ræðu um verndun dýra þegar hann tók á móti Óskarsverðlaunum, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Joker, í samnefndri kvikmynd. Kryvosh sleppti þremur gíslanna þegar forsetinn samþykkti að birta tengil á myndina á Facebook og hvetja fylgjendur sína til að horfa á hana. Eftir birtinguna sleppti Kryvosh öllum gíslunum, en skilaboðum forsetans var eytt af Facebook um leið og mannræninginn var kominn í járn. Kryvosh hefur áður komist í kast við lögin og setið í fangelsi fyrir fjársvik og ólöglegan vopnaburð. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, fordæmdi Kryvosh, en sagði þó gjarðir hans ekki mega kasta rýrð á heimildarmyndina, sem hann mælti með. Hægt er að sjá alla myndina á Youtube.com. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix og heimildarmyndargerðarmaðurinn Shaun Monson urðu óvæntir bjargvættir í gíslatöku í Úkraínu. Það var í gærmorgun sem dýraverndarsinninn Maksym Kryvosh tók þrettán manns í gíslingu um borð í rútu í borginni Lutsk. Kröfur hans voru á þá leið að nokkrir opinberir embættismenn, sem og ákveðnir meðlimir úkraínsku réttrúnaðarkirkjunnar, myndu gangast við því að þeir væru hryðjuverkamenn. Einnig vildi hann að forseti landsins, Volodymyr Zelensky, myndi á samfélagmiðlum hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndina Earthlings. Lögregla hefur hér lokað af svæðið þar sem gíslatakan átti sér stað. Heimildarmyndin fjallar um ómannúðlega meðferð dýra í landbúnaði og vísindaskyni, og inniheldur ljót myndbönd af þjáningu þeirra. Dýraverndarsinninn Phoenix er sögumaður myndarinnar, en hann hélt t.a.m. innblásna ræðu um verndun dýra þegar hann tók á móti Óskarsverðlaunum, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Joker, í samnefndri kvikmynd. Kryvosh sleppti þremur gíslanna þegar forsetinn samþykkti að birta tengil á myndina á Facebook og hvetja fylgjendur sína til að horfa á hana. Eftir birtinguna sleppti Kryvosh öllum gíslunum, en skilaboðum forsetans var eytt af Facebook um leið og mannræninginn var kominn í járn. Kryvosh hefur áður komist í kast við lögin og setið í fangelsi fyrir fjársvik og ólöglegan vopnaburð. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, fordæmdi Kryvosh, en sagði þó gjarðir hans ekki mega kasta rýrð á heimildarmyndina, sem hann mælti með. Hægt er að sjá alla myndina á Youtube.com.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira