Joaquin Phoenix-mynd bindur óbeint enda á gíslatöku í Úkraínu Heiðar Sumarliðason skrifar 22. júlí 2020 14:30 Joaquin Phoenix tekur hér á móti Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í Joker. Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix og heimildarmyndargerðarmaðurinn Shaun Monson urðu óvæntir bjargvættir í gíslatöku í Úkraínu. Það var í gærmorgun sem dýraverndarsinninn Maksym Kryvosh tók þrettán manns í gíslingu um borð í rútu í borginni Lutsk. Kröfur hans voru á þá leið að nokkrir opinberir embættismenn, sem og ákveðnir meðlimir úkraínsku réttrúnaðarkirkjunnar, myndu gangast við því að þeir væru hryðjuverkamenn. Einnig vildi hann að forseti landsins, Volodymyr Zelensky, myndi á samfélagmiðlum hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndina Earthlings. Lögregla hefur hér lokað af svæðið þar sem gíslatakan átti sér stað. Heimildarmyndin fjallar um ómannúðlega meðferð dýra í landbúnaði og vísindaskyni, og inniheldur ljót myndbönd af þjáningu þeirra. Dýraverndarsinninn Phoenix er sögumaður myndarinnar, en hann hélt t.a.m. innblásna ræðu um verndun dýra þegar hann tók á móti Óskarsverðlaunum, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Joker, í samnefndri kvikmynd. Kryvosh sleppti þremur gíslanna þegar forsetinn samþykkti að birta tengil á myndina á Facebook og hvetja fylgjendur sína til að horfa á hana. Eftir birtinguna sleppti Kryvosh öllum gíslunum, en skilaboðum forsetans var eytt af Facebook um leið og mannræninginn var kominn í járn. Kryvosh hefur áður komist í kast við lögin og setið í fangelsi fyrir fjársvik og ólöglegan vopnaburð. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, fordæmdi Kryvosh, en sagði þó gjarðir hans ekki mega kasta rýrð á heimildarmyndina, sem hann mælti með. Hægt er að sjá alla myndina á Youtube.com. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix og heimildarmyndargerðarmaðurinn Shaun Monson urðu óvæntir bjargvættir í gíslatöku í Úkraínu. Það var í gærmorgun sem dýraverndarsinninn Maksym Kryvosh tók þrettán manns í gíslingu um borð í rútu í borginni Lutsk. Kröfur hans voru á þá leið að nokkrir opinberir embættismenn, sem og ákveðnir meðlimir úkraínsku réttrúnaðarkirkjunnar, myndu gangast við því að þeir væru hryðjuverkamenn. Einnig vildi hann að forseti landsins, Volodymyr Zelensky, myndi á samfélagmiðlum hvetja fólk til að horfa á heimildarmyndina Earthlings. Lögregla hefur hér lokað af svæðið þar sem gíslatakan átti sér stað. Heimildarmyndin fjallar um ómannúðlega meðferð dýra í landbúnaði og vísindaskyni, og inniheldur ljót myndbönd af þjáningu þeirra. Dýraverndarsinninn Phoenix er sögumaður myndarinnar, en hann hélt t.a.m. innblásna ræðu um verndun dýra þegar hann tók á móti Óskarsverðlaunum, sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Joker, í samnefndri kvikmynd. Kryvosh sleppti þremur gíslanna þegar forsetinn samþykkti að birta tengil á myndina á Facebook og hvetja fylgjendur sína til að horfa á hana. Eftir birtinguna sleppti Kryvosh öllum gíslunum, en skilaboðum forsetans var eytt af Facebook um leið og mannræninginn var kominn í járn. Kryvosh hefur áður komist í kast við lögin og setið í fangelsi fyrir fjársvik og ólöglegan vopnaburð. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, fordæmdi Kryvosh, en sagði þó gjarðir hans ekki mega kasta rýrð á heimildarmyndina, sem hann mælti með. Hægt er að sjá alla myndina á Youtube.com.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira