Innlent

Bleyta í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman.
Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega vænta einhverrar vætu næstu daga ef marka má spákort Veðurstofunnar. Hitinn verður að jafnaði á bilinu 10 til 17 stig út vikuna en þá gæti kólnað nokkuð.

Útlit er fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu í dag, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt en stöku skúrir síðdegis norðaustantil á landinu. Þá má jafnframt búast við þokubökkum austast á landinu. Hitinn gæti náð allt að 16 stigum í dag en Veðurstofan tilgreinir ekki hvaða landshluti má búast við mestu hlýindunum.

Það má jafnframt búast við smáskúrum á víð og dreif á morgun. Í innsveitum norðanlands segir Veðurstofan þó að von sé á „hressilegri skúrum.“ Hitinn muni þó haggast lítið frá deginum áður.

Það muni hins vegar breytast á fimmtudag þegar útlit er fyrir norðaustan golu eða kalda með lítilsháttar rigningu eða skúrum á austanverðu landinu. Þá mun kólna að sögn Veðurstofunnar, helst fyrir norðan og austan. Þar má vænta þess að hitinn verði á bilinu 5 til 10 stig en 10 til 16 stig annars staðar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Breytileg átt 3-8, en suðvestan 8-13 m/s við SA-ströndina síðdegis. Skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis í innsveitum NA-lands. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast á SA-landi.

Á fimmtudag:

Norðaustan 5-13 m/s. Bjart með köflum V-lands, en dálítil rigning eða skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 16 stig, en 5 til 10 stig um landið N- og A-vert.

Á föstudag:

Norðaustlæg átt með skúrum um landið S-vert og lítilsháttar rigningu við N-ströndina. Hiti 5 til 13 stig, mildast SV-lands.

Á laugardag:

Norðaustanátt og dálítil rigning með köflum, en þurrt SV-til á landinu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast SV-lands.

Á sunnudag og mánudag:

Norðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið á V-verðu landinu á mánudag. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×