Innlent

Gul viðvörun til hádegis fyrir austan

Sylvía Hall skrifar
Gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 13 í dag þar sem er spáð allhvassri norðvestanátt.
Gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 13 í dag þar sem er spáð allhvassri norðvestanátt. Veðurstofa ÍSlands

Útlit er fyrir að það stytti upp fyrir norðan í dag og er spáð 8 til 18 stiga hita á landinu, hlýjast á suðausturlandi. Í nótt stytti upp á norðvesturlandi og gangi spár eftir mun stytta upp á norðausturlandi með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Þar segir jafnframt að það megi búast við álagi á fráveitukerfi þar sem mesta úrkoman var, enda taki það tíma fyrir vatnið að skila sér til sjávar. Þá má búast við lítilsháttar vætu við norðausturströndina.

Enn eru varasamir vindstrengir undir Vatnajökli og syðst á Austfjörðum en það dregur úr þeim um hádegisbil. Gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 13 í dag þar sem er spáð allhvassri norðvestanátt með hviðum um eða yfir 25 metrum á sekúndu syðst. Ökutæki sem taka á sig vind eru beðin um að fara varlega.

Næsta vika er sögð líta vel út, lítil úrkoma og fremur hægur vindur. í lok vikunnar er þó útlit fyrir norðaustanátt og kólnandi veður með heldur meiri úrkomu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðvestan 8-13 m/s og lítils háttar rigning á norðausturhorninu, en lægir og birtir til þegar líður á daginn. Annars vestlæg átt, 3-10 og bjart með köflum, en smáskúrir síðdegis SA-lands.

Hiti víða 8 til 18 stig, hlýjast á SA-landi, en svalast við NA-ströndina.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á miðvikudag:

Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum síðdegis NA-til. Hiti 8 til 16 stig, svalast á N- og A-landi.

Á fimmtudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8. Skýjað og smáskúrir NA-til, en bjart með köflum S- og V-lands en stöku skúrir SA-lands, einkum síðdegis.

Hiti 7 til 17 stig, hlýjast SV-til.

Á föstudag:

Norðaustlæg átt með rigningu NA-til og S-lands, en annars þurrt að kalla. Heldur kólnandi.

Á laugardag:

Útlit fyrir norðanátt með vætu, en bjart



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×