„Tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 21:55 ASÍ hafnar lögskýringum hæstaréttarlögmanns um að ákvörðun Icelandair hafi verið neyðarréttarlegs eðlis. Vísir/Baldur Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands segir að fréttir þar sem rætt hefur verið við sérfræðing í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, sé „tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks.“ Yfirlýsingin var birt á vef ASÍ í kvöld. Þar segir að sambandið hafni slíkum málflutningi með öllu, og ítreki stuðning sinn við FFÍ. „Í gildi er kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair og gildir hann þar til hann hefur verið endurnýjaður með breytingum eða án þeirra. Á meðan svo er ríkir ekki friðarskylda milli aðila. Tillögur um breytingar voru felldar í atkvæðagreiðslu af félagsmönnum FFÍ. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 skal sest að viðræðum að nýju og báðum aðilum er heimilt að knýja á um þær með vinnustöðvun,“ segir í pistlinum. Þá segir að sjónarmið sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður lét í ljós í kvöldfréttum Stöðvar 2 og síðar RÚV, séu röng og fjarstæðukennd. Þar sagðist hún telja að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðunum hafi verið neyðarréttarlegs eðlis, og því erfitt að fella hana undir lög um stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ er, eins og áður sagði, ósammála þessu. „Samkvæmt þeim er gildandi kjarasamningur fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felli annar hvort aðila tillögur um breytingar. Því til viðbótar er látið að því liggja að þar sem öllum flugfreyjum hafi verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist sé ekki hægt að koma á vinnustöðvun,“ segir í pistlinum og bent á að sú framganga atvinnurekanda sé einfaldlega bönnuð með beinum ákvæðum 4.greinar laga númer 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Uppsögnin geti heldur ekki haft þau áhrif að aðrir geti gengið í störf flugfreyja og þannig „ónýtt löglega boðaða vinnustöðvun.“ Þá er því alfarið hafnað að ákvörðun Icelandair geti verið neyðarréttarlegs eðlis, meðal annars þar sem Icelandair sé á opinberu framfæri og eigi enn fyrir skuldum sínum. Eins er því velt upp að atvinnurekendur hafi önnur úrræði í þeirri stöðu sem Icelandair er nú í, en að segja fólki upp. „Lögskýringar Láru V. Júlíusdóttur, ef nokkur fótur væri fyrir þeim, myndu fella úr gildi allar leikreglur laga nr. 80/1938 um gerð og endurnýjun kjarasamninga og hirða stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt af íslensku launafólki. Þær eru einnig furðulegt innlegg í umræðu um fordæmalausa árás á stóra kvennastétt sem þegar hefur tekið á sig lækkun launa og verri kjör, langt umfram þær karlastéttir sem þegar höfðu lokið kjarasamningum um launahækkanir við Icelandair,“ segir í lok tilkynningarinnar. Icelandair Kjaramál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands segir að fréttir þar sem rætt hefur verið við sérfræðing í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, sé „tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks.“ Yfirlýsingin var birt á vef ASÍ í kvöld. Þar segir að sambandið hafni slíkum málflutningi með öllu, og ítreki stuðning sinn við FFÍ. „Í gildi er kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair og gildir hann þar til hann hefur verið endurnýjaður með breytingum eða án þeirra. Á meðan svo er ríkir ekki friðarskylda milli aðila. Tillögur um breytingar voru felldar í atkvæðagreiðslu af félagsmönnum FFÍ. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 skal sest að viðræðum að nýju og báðum aðilum er heimilt að knýja á um þær með vinnustöðvun,“ segir í pistlinum. Þá segir að sjónarmið sem Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður lét í ljós í kvöldfréttum Stöðvar 2 og síðar RÚV, séu röng og fjarstæðukennd. Þar sagðist hún telja að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðunum hafi verið neyðarréttarlegs eðlis, og því erfitt að fella hana undir lög um stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ er, eins og áður sagði, ósammála þessu. „Samkvæmt þeim er gildandi kjarasamningur fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felli annar hvort aðila tillögur um breytingar. Því til viðbótar er látið að því liggja að þar sem öllum flugfreyjum hafi verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist sé ekki hægt að koma á vinnustöðvun,“ segir í pistlinum og bent á að sú framganga atvinnurekanda sé einfaldlega bönnuð með beinum ákvæðum 4.greinar laga númer 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Uppsögnin geti heldur ekki haft þau áhrif að aðrir geti gengið í störf flugfreyja og þannig „ónýtt löglega boðaða vinnustöðvun.“ Þá er því alfarið hafnað að ákvörðun Icelandair geti verið neyðarréttarlegs eðlis, meðal annars þar sem Icelandair sé á opinberu framfæri og eigi enn fyrir skuldum sínum. Eins er því velt upp að atvinnurekendur hafi önnur úrræði í þeirri stöðu sem Icelandair er nú í, en að segja fólki upp. „Lögskýringar Láru V. Júlíusdóttur, ef nokkur fótur væri fyrir þeim, myndu fella úr gildi allar leikreglur laga nr. 80/1938 um gerð og endurnýjun kjarasamninga og hirða stjórnarskrárvarinn verkfallsrétt af íslensku launafólki. Þær eru einnig furðulegt innlegg í umræðu um fordæmalausa árás á stóra kvennastétt sem þegar hefur tekið á sig lækkun launa og verri kjör, langt umfram þær karlastéttir sem þegar höfðu lokið kjarasamningum um launahækkanir við Icelandair,“ segir í lok tilkynningarinnar.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira