Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2020 19:01 Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira