Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2020 19:01 Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira