Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 19:30 Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum. Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2 „Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum. „Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim. Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu. Veður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42 Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33 Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Fleiri fréttir „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Sjá meira
Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum. Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2 „Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum. „Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim. Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu.
Veður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42 Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33 Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Fleiri fréttir „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Sjá meira
Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33
Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42
Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54