Sakfelldur þrátt fyrir skýringar um „harkalegt kynlíf“, ýkjur og nýrnasteina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:42 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira