Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 08:55 Mikið vatn flæddi úr ánni. Facebook Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Allt gekk vel að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins, og eru ökutækin sem voru á svæðinu komin réttu megin við ána. „Það voru komnar holur í veginn og brúin leit út eins og árfarvegur að hluta til. Sumir eru smeykir að keyra yfir svoleiðis,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu um aðstæðurnar í gærkvöldi. Mikið vatn var á svæðinu, loka þurfti tjaldsvæðinu og er búið að fjarlæga eina göngubrú. Fimm hjólhýsi eru á svæðinu og þeir sem Gautur hafði talað við í morgun ætluðu sér að bíða af sér veðrið á svæðinu. Þar væri fínasta aðstaða og rafmagn og eldhús ef fólk þyrfti á því að halda. „Það var enginn sem tjaldaði í nótt, enda vorum við ekkert að ráðleggja fólki að gera það,“ segir Gautur og bætir við að svolítill kuldi sé á svæðinu. „Það er bara allt á floti í bænum. Þetta minnir bara á október.“ Skriðuföll á tveimur stöðum Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og mikið vatnsveður var í gærkvöldi. Varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Skriðuföll hafa orðið á tveimur stöðum á vegum og er vegurinn undir Spilli í Súgandafirði fyrir utan Suðureyri lokaður. Sömuleiðis er lokað upp á Bolafjall þar sem skriða féll í gær. Ekki virðast hafa orðið miklar skemmdir á vegum í úrhellinu, en skriðuföllin tvö voru tilkynnt til Vegagerðinnar. Snjóað hefur í fjöllum í kringum Ísafjörð en svo virðist sem hann hafi ekki fest á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Guðmundur Björgvinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að tilkynning um skriðufall á veginum undir Spilli í Súgandafirði hafi borist á níunda tímanum í morgun, en vegurinn liggur að bæjunum Stað og Bæ í Staðardal. Ísafjarðarbær Veður Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Allt gekk vel að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins, og eru ökutækin sem voru á svæðinu komin réttu megin við ána. „Það voru komnar holur í veginn og brúin leit út eins og árfarvegur að hluta til. Sumir eru smeykir að keyra yfir svoleiðis,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu um aðstæðurnar í gærkvöldi. Mikið vatn var á svæðinu, loka þurfti tjaldsvæðinu og er búið að fjarlæga eina göngubrú. Fimm hjólhýsi eru á svæðinu og þeir sem Gautur hafði talað við í morgun ætluðu sér að bíða af sér veðrið á svæðinu. Þar væri fínasta aðstaða og rafmagn og eldhús ef fólk þyrfti á því að halda. „Það var enginn sem tjaldaði í nótt, enda vorum við ekkert að ráðleggja fólki að gera það,“ segir Gautur og bætir við að svolítill kuldi sé á svæðinu. „Það er bara allt á floti í bænum. Þetta minnir bara á október.“ Skriðuföll á tveimur stöðum Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og mikið vatnsveður var í gærkvöldi. Varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Skriðuföll hafa orðið á tveimur stöðum á vegum og er vegurinn undir Spilli í Súgandafirði fyrir utan Suðureyri lokaður. Sömuleiðis er lokað upp á Bolafjall þar sem skriða féll í gær. Ekki virðast hafa orðið miklar skemmdir á vegum í úrhellinu, en skriðuföllin tvö voru tilkynnt til Vegagerðinnar. Snjóað hefur í fjöllum í kringum Ísafjörð en svo virðist sem hann hafi ekki fest á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Guðmundur Björgvinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að tilkynning um skriðufall á veginum undir Spilli í Súgandafirði hafi borist á níunda tímanum í morgun, en vegurinn liggur að bæjunum Stað og Bæ í Staðardal.
Ísafjarðarbær Veður Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13
Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55