„Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2020 20:05 Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum. Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland hafa bæst á listann yfir örugg lönd. Af þeim 17 flugvélum sem komu til Keflavíkurflugvallar í dag komu sjö þeirra frá löndum sem ekki teljast örugg vegna kórónuveirunnar. Hátt í 2.500 farþegar ferðuðust með þessum vélum, og því um einn annasamast daginn á flugvellinum frá því ferðatakmarkanir voru rýmkaðar. „Það er mjög öruggt núna,“ sagði Carmen Alvare við komuna til landsins. Hún kom hingað til lands frá Þýskalandi ásamt manni sínum Daniel Esteban. „Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum,“ sagði Daniel. „Ég óttast ekki veiruna en við ætlum okkur að fara varlega og snerta ekkert að óþörfu,“ sagði Julia Kramer þegar hún kom til landsins frá Þýskalandi. „Við erum glaðir að vera hér í viku. Að fá að vera úti í náttúrunni, næra sálina og veiða,“ sagði Wolfram Hopper frá Þýskalandi. „Ég hafði hugsað mér að fara til Íslands í fjölda ára. Í ár var heldur betur gott tækifæri til að koma,“ sagði Jens Kawheg frá Þýskalandi. Icelandair segir fjölda farþega hafa farið stigvaxandi undanfarnar vikur. Samsetning farþega sé mjög fjölbreytt. „Samkvæmt könnunum um borð í vélunum hjá okkur þá virðist vera mikið fólk sem er að heimsækja vini og vandamenn,“ sagði Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugvallarsviðs Icelandair. Umferðin er mun meiri til Íslands en frá landinu. „Traffíkin er mikið meiri til landsins en frá. Við erum að sjá Íslendinga leita til Kaupmannahafnar og Billund.“ Farþegar virðast einnig taka vel í sóttvarnarástafanir og bera flestir grímur glaðir. „Við þó tökum tillit til þess ef farþegar geta ekki borið grímur vegna heilsufarsástæðna, en það er metið eftir hverju tilfelli fyrir sig.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum. Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland hafa bæst á listann yfir örugg lönd. Af þeim 17 flugvélum sem komu til Keflavíkurflugvallar í dag komu sjö þeirra frá löndum sem ekki teljast örugg vegna kórónuveirunnar. Hátt í 2.500 farþegar ferðuðust með þessum vélum, og því um einn annasamast daginn á flugvellinum frá því ferðatakmarkanir voru rýmkaðar. „Það er mjög öruggt núna,“ sagði Carmen Alvare við komuna til landsins. Hún kom hingað til lands frá Þýskalandi ásamt manni sínum Daniel Esteban. „Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum,“ sagði Daniel. „Ég óttast ekki veiruna en við ætlum okkur að fara varlega og snerta ekkert að óþörfu,“ sagði Julia Kramer þegar hún kom til landsins frá Þýskalandi. „Við erum glaðir að vera hér í viku. Að fá að vera úti í náttúrunni, næra sálina og veiða,“ sagði Wolfram Hopper frá Þýskalandi. „Ég hafði hugsað mér að fara til Íslands í fjölda ára. Í ár var heldur betur gott tækifæri til að koma,“ sagði Jens Kawheg frá Þýskalandi. Icelandair segir fjölda farþega hafa farið stigvaxandi undanfarnar vikur. Samsetning farþega sé mjög fjölbreytt. „Samkvæmt könnunum um borð í vélunum hjá okkur þá virðist vera mikið fólk sem er að heimsækja vini og vandamenn,“ sagði Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugvallarsviðs Icelandair. Umferðin er mun meiri til Íslands en frá landinu. „Traffíkin er mikið meiri til landsins en frá. Við erum að sjá Íslendinga leita til Kaupmannahafnar og Billund.“ Farþegar virðast einnig taka vel í sóttvarnarástafanir og bera flestir grímur glaðir. „Við þó tökum tillit til þess ef farþegar geta ekki borið grímur vegna heilsufarsástæðna, en það er metið eftir hverju tilfelli fyrir sig.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent