Innlent

Tvö virk smit bættust við

Sylvía Hall skrifar
Sex smit greindust við skimun á landamærunum síðasta sólarhringinn. Að minnsta kosti tvö þeirra eru virk.
Sex smit greindust við skimun á landamærunum síðasta sólarhringinn. Að minnsta kosti tvö þeirra eru virk. Vísir/Vilhelm

Tvö virk kórónusmit bættust við síðasta sólarhringinn eftir skimun á landamærunum. Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum hjá tveimur einstaklingum en tveir reyndust vera með mótefni. Því greindust alls sex með veiruna við landamæraskimun í gær.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is og hafa þar með 86 greinst með veiruna við landamæraskimun frá upphafi skimana, þar af fjórtán virk.

Alls voru tekin 2.018 sýni á landamærunum í gær en 140 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 38.756 sýni hafa verið tekin við landamærin frá því að skimun hófst um miðjan júní en 68.127 hér innanlands.

80 eru í sóttkví á landinu öllu og ellefu eru í einangrun. 22.959 hafa lokið sóttkví frá 28. febrúar. Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.