Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 07:17 Það má búast við rigningu næstu daga. Vísir/Vilhelm Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Virðist hún ætla að verða óvenjudjúp miðað við árstíma, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Því má búast við vaxandi vindi með rigningu í dag og hvessir undir Eyjafjöllum síðdegis. Þá verður einnig hvasst á miðhálendinu í kvöld og tekur gul viðvörun gildi um kvöldmatarleytið þar. Búist er við 13 til 18 metrum á sekúndu en vindstyrkur getur náð allt að 25 metrum á sekúndu í hviðum og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á svæðinu. Ferðalangar og útivistarfólk er því hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Grjóthrun og skriður geta orðið í fjalllendi þegar rignir og má reikna með vatnavöxtum í ám. Á morgun snýst í norðanátt og bætir í rigningu á Vestfjörðum. Það kólnar í veðri á öllu á landinu og er spáð ákveðinni norðanátt á norðanverðu landinu um helgina. Veðrið verður þó þurrara og hlýrra fyrir sunnan og má reikna með að norðanskotið gangi niður á mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag:Gengur í suðvestan 13-18 m/s við SA-ströndina en norðaustan 13-20 NV-til. Annars hægari og rigning í öllum landshlutum. Hiti víða 7 til 17 stig, hlýjast og úrkomuminnst á NA-landi. Á föstudag:Allhvöss eða hvöss norðanátt, rigning og svalt veður á V-verðu landinu, en mun hægara, hlýrra og úrkomuminna eystra. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með kalsarigningu á N-verðu landinu, en bjartviðri og mildara veðri sunnan heiða. Á mánudag:Lægir líklega og léttir til víða um land og hlýnar heldur, en áfram lítilsháttar væta og fremur svalt NA-til. Á þriðjudag:Lítur út fyrir hægar suðlægar áttir, lítilsháttar vætu hér og þar og hlýnandi veður norðan heiða. Veður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Virðist hún ætla að verða óvenjudjúp miðað við árstíma, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Því má búast við vaxandi vindi með rigningu í dag og hvessir undir Eyjafjöllum síðdegis. Þá verður einnig hvasst á miðhálendinu í kvöld og tekur gul viðvörun gildi um kvöldmatarleytið þar. Búist er við 13 til 18 metrum á sekúndu en vindstyrkur getur náð allt að 25 metrum á sekúndu í hviðum og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á svæðinu. Ferðalangar og útivistarfólk er því hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Grjóthrun og skriður geta orðið í fjalllendi þegar rignir og má reikna með vatnavöxtum í ám. Á morgun snýst í norðanátt og bætir í rigningu á Vestfjörðum. Það kólnar í veðri á öllu á landinu og er spáð ákveðinni norðanátt á norðanverðu landinu um helgina. Veðrið verður þó þurrara og hlýrra fyrir sunnan og má reikna með að norðanskotið gangi niður á mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag:Gengur í suðvestan 13-18 m/s við SA-ströndina en norðaustan 13-20 NV-til. Annars hægari og rigning í öllum landshlutum. Hiti víða 7 til 17 stig, hlýjast og úrkomuminnst á NA-landi. Á föstudag:Allhvöss eða hvöss norðanátt, rigning og svalt veður á V-verðu landinu, en mun hægara, hlýrra og úrkomuminna eystra. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með kalsarigningu á N-verðu landinu, en bjartviðri og mildara veðri sunnan heiða. Á mánudag:Lægir líklega og léttir til víða um land og hlýnar heldur, en áfram lítilsháttar væta og fremur svalt NA-til. Á þriðjudag:Lítur út fyrir hægar suðlægar áttir, lítilsháttar vætu hér og þar og hlýnandi veður norðan heiða.
Veður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira