Lífið

Ásdís Rán í búlgörskum sjónvarpsþætti: „Þetta land hentar mér betur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásdís Rán kom vel fyrir í þættinum. 
Ásdís Rán kom vel fyrir í þættinum. 

Athafnarkonan Ásdís Rán hefur verið búsett í Sofíu í Búlgaríu undanfarna mánuði og líkar dvölin greinilega vel.

Ásdís mætti í viðtal í vinsælum sjónvarpsþætti í Búlgaríu í vikunni og ræddi þar um lífið í Búlgaríu.

„Ég flutti hingað rétt áður en Covid skall á og um tveimur, þremur vikum síðar var búið að loka öllu,“ segir Ásdís Rán sem kom til Búlgaríu án barnanna sinna og síðan gat hún ekki fengið þau yfir vegna ástandsins.

„Það var mjög erfitt að vera án barnanna í þennan tíma og ég endaði á því að fá mér bæði kött og hund,“ segir Ásdís sem segist vera einhleyp.

„Ég gerði mér grein fyrir því að eftir fimm ár á Íslandi að þetta land hentar mér betur,“ segir Ásdís sem er alfarið flutt til Búlgaríu.

„Mér finnst þetta fullkomið land. Ég elska fjöllin, sjóinn og get keyrt hvert sem ég fer. Borgin er stórkostleg og hefur breyst mikið til hins betra síðustu ár. Veitingarstaðirnir eru frábærir og arkitektúrinn magnaður.“

Hér má sjá viðtalið við Ásdísi Rán en það hefst þegar 8 mínútur eru liðnar af þættinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.