Innlent

Þrír hand­teknir og 70 kanna­bis­plöntur gerðar upp­tækar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Húsnæði embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Húsnæði embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í fyrradag kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Þrír voru handteknir vegna málsins og færðir til skýrslutöku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Um var að ræða tæplega sjötíu plöntur á ýmsum vaxtarstigum. Ræktuninni hafði verið komið fyrir á efri hæð hússins. Einnig var lagt hald á allmikinn búnað sem notaður var við ræktunina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×