Lífið

Mikið fjör í handboltabrúðkaupi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gestirnir voru greinilega sáttir með daginn og það sama má segja um brúðhjónin.
Gestirnir voru greinilega sáttir með daginn og það sama má segja um brúðhjónin.

Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona og leikmaður Fram í handbolta, og Örn Þrastarson, þjálfari kvennaliðs Selfoss í handbolta, gengu í það heilaga um helgina á Selfossi.

Perla er ein besta handboltakona landsins og hefur Örn verið í kringum íþróttina í mörg ár. Örn er bróðir Hauks Þrastarsonar sem leikur með Kielce í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili.

Fjölmargir mættu í brúðkaupið og mátti sjá margar myndir úr brúðkaupinu undir myllumerkinu #ornogperla.

Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra létu sig ekki vanta. 

 Liðsfélagar Perlu í Fram mættu að sjálfsögðu.

Teitur Örn Einarsson, fyrrum leikmaður Selfoss, og Andrea Jacobsen voru glæsileg í brúðkaupinu.

 Tvær handboltakempur. Þórir Ólafsson og Gústaf Barnason.

 Alltaf stutt í grínið. 

 Brúðkaupstertan skorin. 

 Vinkonurnar héldu á Perlu fyrir myndatökuna. 

 Patrekur Jóhannesson, fyrrum þjálfari Selfoss, og Rakel Guðnadóttir mættu auðvitað.

 Stórglæsilegur vinkonuhópur. 

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.