Innlent

Karlmaður fannst látinn í bíl sínum á Ísafirði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Miðbær Ísafjarðar.
Miðbær Ísafjarðar. Vísir/vilhelm

Karlmaður fannst látinn í bíl sínum í miðbæ Ísafjarðarbæjar í gær. Andlátið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum en að sögn lögreglunnar bendir ekkert til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en fréttastofa Vísis hefur ekki náð sambandi við lögregluna vegna málsins. Lögreglunni barst tilkynning um manninn um miðjan daginn í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.